Í framúrskarandi fyrirtæki
Í þessu þætti af Íslenska Draumnum, hlaðvarpsþætti í stjórn Sigurðar Sindra “Deluxe” Magnússonar, er viðmælandinn Knútur Rafn Ármann. Hann segir okkur frá því hvernig hann tók við Friðheimum í niðurníslu og hvernig þeim hjónum tókst að umbreyta því í eitt farsælasta gróðurhús og vinsælastu ferðaþjónustu landsins. Þessi þáttur sem veitir innblástur og gefur góða sýn í hvernig hægt má snúa krefjandi aðstæðum til hins betra.
Vöxtur Friðheima
Í Friðheimum var í gamla daga rekinn nokkuð myndarleg garðyrkjustöð sem stofnuð var 1946 en sagan var önnur þegar Knútur og Helena taka við. “Þegar við komum þarna að, ég og Helena konan mín, 1995 og kaupum þá hafði enginn búið þarna í einhver fjögur fimm ár þannig staðurinn staðið í eyði og mikilli niðurníðslu. Við vorum svona ungir krakka úr Reykjavík að sjá fyrir stað til að hefja okkar líf. Ég hafði áhuga á hestum og Helena áhuga garðyrkju.” Þau hjónin kynntust í Fjölbraut í Breiðholti 17 ára gömul og höfðu draum um að flytja úr bænum upp í sveit og byggja upp þeirra framtíð í kringum hesta og garðyrkju. Líkt og fyrr segir var staðurinn ekki í góðu ásigkomulagi en þau hafa byggt upp staðinn hægt og rólega síðan 1995.
Til að byrja með var hugmyndin ekki að hafa þetta sem ferðaþjónustu þó bæði höfðu smá reynslu af þeim geira. Upphaflega voru þar aðeins tvö gróðurhús og stórt tómt íbúðarhús. Það var ekki fyrr en árið 2008 sem þau fyrst opna búið og bjóða fólki að kynnast íslenska hestinum og íslenskri garðyrkju. Gestum finnst áhugavert að sjá hvernig á Íslandi sé hægt að rækta tómata allt árið um kring með jarðvarma og grænni orku. Í Friðheimum í dag reka þau veitingastað, gróðurhús og hrossarækt ásamt því að bjóða allskyns upplifanir í kringum það. Friðheimar höfðu 800 fermetra af gróðurhúsi til að byrja með en hafa í dag 11.000 fermetra undir gleri til að rækta grænmeti enda hafa þau farið úr 1 starfsgildi í um 70. Hjónin eru að taka við öðru búi í grenndinni sem stækkar yfirbygginguna um aðra 4.000 fermetra og bætir jarðarberjum í flóruna.
Garðyrkjan sem hefur verið grunnstoðin í rekstrinum lengst af og Knútur lýsir því sem þeirra aðalgrein þó hún telji aðeins um ⅓ af rekstrinum í dag. “Garðyrkjan er gríðarlega mannaflsfrek starfsemi. Það þarf margar hendur að koma að verkinu. Við höfum tæknivætt pökkunina hjá okkur, með vélar til að hjálpa okkur með það. Við vorum einmitt á sýningu í Hollandi núna í júní. Það eru að koma róbotar sem munu hjálpa okkur varðandi týnslu, varðandi afblöðun og varðandi eftirlit með plöntum og annað. Ég myndi segja svona 3 ár, þá getum við farið að nýta okkur þessa tækni betur” segir Knútur. Þau eru að uppskera 1-2 tonn á dag og hafa um 38-39% af íslenska tómata markaðnum.
Áskoranir
Þegar Knútur er spurður um helstu áskoranir sem Friðheimar hafa staðið fyrir á sínum tíma minnist hann á tvö tímabil sem bæði leiddu þó af sér jákvæðar niðurstöður til lengri tíma litið. Fyrra dæmið sem hann nefnir er í kringum hrunið sem átti sér stað á Íslandi. Hvernig skyndilega öll aðflutt aðföng í garðyrkjunni urðu miklu dýrari í innkaupum sem erfitt var að setja í verðlagið vegna almennra fjárhagsvandræða íslendinga á þeim tíma. Fyrir vikið horfðu þau til annarra tækifæra sem gætu legið fyrir, eins og ferðaþjónustunna. Með því skrefi opnuðu þau fyrst á það sem myndi verða þeirra stærsta tekjulind næstu árin.
Síðara dæmið sem Knútur tekur er í Covid-19, þegar landinu var lokað og mörgum rekstrum sett ströng skilyrði. Mikið af starfsfólkinu sem var þá í vinnu hjá Friðheimum hafði verið þar lengi og var Knútur ekki hrifinn af þeirri hugmynd að skilja við fólkið þó það væri lítið um verkefni. Hann leitaði fjármagns hjá bankanum til að stækka við gróðurhúsin sem gekk að óskum. Fjölskyldunni tókst að fá starfsfólkið með sér í lið við að reisa gróðurhúsið sem reyndist næg vinna fyrir alla. Þar af leiðandi þegar Covid loksins gekk yfir var framleiðslugetan þeirra í garðyrkjunni búinn að aukast umtalsvert en einnig höfðu þau allt sitt reynslu mikla starfsfólk enn til staðar þegar gestir tóku að streyma inn í landið á nýjan leik. Þessi útsjónarsemi á krefjandi tímum er einkenni framúrskarandi stjórnenda og eitthvað sem Friðheimar hafa uppskorið vel af í seinni tíð.
Framtíðin
Hægt og rólega hafa Friðheimar vaxið ótrúlega frá því hjónin Knútur og Helga tóku við búinu í niðurníslu 1995. Framtíðin virðist björt hjá þeim og hafa þau ekkert feilspor stigið á sinni vegferð. Bætt við hestaræktun, stækkað garðhýsin, bætt við veitingastað og vínstofu. Ýmsar hugmyndir eru á borði um hvað skal gera næst en Knútur sér fyrir að krakkar þeirra fimm munu á endanum taka við keflinu og ákveða næstu skref. Við hvetjum alla hlustendur til að kynna sér Friðheima nánar og reyna komast þar að til upplifa einstaka þjónustu sem fjölskyldan býður þar