HomeÞættirÞættir31 – Georg Lúðvíksson

31 – Georg Lúðvíksson

Í þessum þætti af Íslenska Draumnum er viðmælandinn Georg Lúðvíksson, raðfrumkvöðull, fjárfestir og fjármálasérfræðingur. Georg er best þekktur fyrir að vera stofnandi Meniga, en hefur einnig byggt upp fyrirtæki eins og UpDown og Dimon, ásamt því að sitja í stjórnum stórfyrirtækja eins og Icelandair og lífeyrissjóða.

Við förum meðal annars yfir hvernig hann komst í Harvard, hvernig hann nálgast fjármál, hvernig það er að byggja upp fyrirtæki frá grunni og hvaða lærdóm hann hefur dregið af frumkvöðlaferli sínum. Þetta er þáttur sem enginn sem hefur áhuga á nýsköpun eða fjármálum ætti að láta fram hjá sér fara.

Meniga: Framtíð stafrænnar bankaþjónustu

Georg er einn af stofnendum Meniga, fyrirtækis sem hefur umbreytt stafrænum fjármálaþjónustum banka víða um heim.

,,Yfir 100 milljónir manna hafa notað lausnir Meniga í bankakerfinu. ” segir Georg í þættinum. Fyrirtækið hefur vakið athygli á alþjóðavísu og hlotið fjögur verðlaun á Finovate Europe sem eitt af bestu fjártæknifyrirtækjum heims.

UpDown: Kennslubók fyrir næstu kynslóð fjárfesta

Eitt af fyrstu fyrirtækjum Georgs var UpDown.com, vettvangur fyrir fólk sem vildi læra um hlutabréfaviðskipti í áhættulausu umhverfi.

“UpDown var hannað sem æfingavettvangur þar sem fólk gat spilað með sýndarfé og lært af mistökum án þess að tapa raunverulegum peningum.” segir Georg. Síðan varð gríðarlega vinsæl og á sínum tíma höfðu yfir 500.000 notendur skráð sig.

Dimon: Fimm ára ferðalag í hátæknigeiranum

Georg var einnig meðstofnandi Dimon, fyrirtækis sem starfaði í hátæknigeiranum og vann náið með stórfyrirtækjum eins og Nokia.

“Við byrjuðum á algjörum grunni og þurftum að taka að okkur ótal mismunandi hlutverk,” segir Georg. “Ég var allt í senn stjórnarmaður, tæknistjóri, ábyrgur fyrir þjónustu og lykilviðskiptum – það var ótrúlegt lærdómsferli.”

Eftir fimm ára rekstur var fyrirtækið selt og Georg hélt áfram í nýsköpunargeiranum.

Fjármál og fjármagn

Georg hefur mikinn áhuga á fjármálum og í þættinum talar hann mikið um hvernig fjármálaskilningur hefur hjálpað honum að ná árangri og aukinn skilningur gæti hjálpað fleirum. Hann fer einnig yfir hvað skal hafa í huga þegar leitað er að fjármagni fyrir verkefni og hvað skal hafa varan á með.

Þessi þáttur er algjör skylduhlustun fyrir alla sem hafa áhuga á frumkvöðlastarfi, nýsköpun og fjármálum. Georg deilir dýrmætum lærdómi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki, fjármagna rekstur og takast á við áskoranir í viðskiptum.

Leave a Reply

Ef þú hefur áhuga á að kanna fleiri leiki og spilakassa, geturðu skoðað Kazino Vulkan Udachi opinbera síðuna til að fá frekari upplýsingar um úrvalið sem í boði er. Á þessari síðu geturðu fundið ítarlegar leiðbeiningar um hvernig á að spila og njóta skemmtunarinnar á öruggan hátt.Ef þú hefur áhuga á að kanna fleiri spilavélar og fjárhættuspil, geturðu skoðað Kazino Vulkan Udachi til að fá innsýn í fjölbreytt úrval leikja sem eru í boði.