Þyrlubransinn á Íslandi
Í þessu þætti af Íslenska Draumnum, hlaðvarpsþætti í stjórn Sigurðar Sindra “Deluxe” Magnússonar, er viðmælandinn Birgir Haraldsson. Birgir hefur rekið Norðurflug með miklum sóma undanfarin ár og spilað þokkalega stórt hlutverk í auknu framboði á alls kyns þjónustum hérlendis með þyrluflugi.
Upphaf Norðurflugs
Birgir fékk Norðurflug í hendurnar eins og hann segir 2008 sem hafði á þeim tíma þrjár þyrlur í sínum flota. Félagið var reyndar stofnað 2006 en umtalsverð pappírs- og leyfis vinna þarf að vinna áður en rekstur getur hafist með slíka þjónustu. Þegar öll tilheyrandi leyfi lágu loks fyrir 2008 voru helstu verkefnin þeirra svokölluð verkflug en “2009 var nú svona hálf dauft ár, bara doði í þjóðinni. Síðan 2010 fer þetta aðeins að lifna við og svo kemur eldgosið í Eyjafjallajökli og allt í einu verður Ísland þekkt” segir Birgir og talar um að árin 2010 og 2011 hafi allt farið í gang.
Birgir og Norðurflug höfðu nýtt árin fyrir í að skipuleggja reksturinn vel og smíða ferðir sem hann segir ekkert þyrlufélag hafa gert áður. Sú vinna skilaði sér svo sannarlega og gat félagið uppskorið af þeirri vinnu þegar aukinn áhugi á Íslandi kviknaði. “Meðal þeirra þyrlurekenda sem þá voru þá var enginn svona bæklingar og ferðir þar sem þú gast farið á netið, bókað og farið í”. Það voru einhverjir ferðamenn á þessum tíma þó aukningin á næstu árum átti eftir að vera umtalsverð en það spilaði með þeim að gengi krónunnar var veikt sem gerði Ísland meira aðlaðandi kost.
Flækjustig af þyrluflugi
Þyrlurekstur er gríðarlega fjármuna þungur bransi sem krefst mikils fjármagns við uppbyggingu. Ný þyrla eins og þær sem Norðurflug notar kostar um 500 milljónir. Viðhaldskröfur á slíkum vélum er gríðarlega strangt þar sem úttektir á ólíkum hlutum þeirra eiga sér stað með reglulegu millibili en hver skoðun getur kostað á bilinu 5-10 milljónir eftir því hve mikið þarf að gera. Það veltur ekki aðeins á aldri, heldur flugtímum og hvers kyns notkun er á vélunum. Birgir notar viðlíkinguna að bílar sem eru sífellt að gefa í og bremsa, jafnvel þenja vélarnar þurfa vitaskuld meira viðhald heldur en bifreiðar með minni notkun.
Siggi veltur fyrir sér með honum Birgi hvernig loftslagið á Íslandi fari almennt með þyrlurnar samanborið önnur lönd í Afríku eða Suður-Ameríku þar sem þeir hafa verslað einhverjar vélar. Ísland hentar að einhverju leyti betur fyrir viðhald þyrla vegna aukins núnings í þurrarri löndum með miklum sand og öðrum kornum. Hins vegar hefur komið þeim hjá Norðurflugi á óvart hve fljótt kann að sjást á þyrluspöðunum hér á landi, sér í lagi í tenglsum við útsýnisflug yfir gosin. Það virðast því vera meira af minni ögnum í loftinu í kringum gosstaði heldur en við raunverulega gerum okkur almennilega grein fyrir segir Birgir.
Óvissa spilar einnig erfiðan þátt í rekstrinum þar sem líkt og önnur ferðaþjónustufyrirtæki, þó Norðurflug hafi víðtækari rekstur en það, starfa eftir bókunum sem geta verið óútreiknanlegar. Siggi sem rekur lúxusferðaþjónustu í miklu samstarfi einmitt við Norðurflug veltir upp spurningu í tengslum við erlenda umfjöllun á eldgosunum sem hafa verið undanfarin á ár Reykjanesskaganum. Þeir eru báðir sammála um að umfjöllunin hafi verið neikvæð fremur en annað sem smitar í ákvarðanatöku hugsanlegra ferðamanna til landsins. Það virðist sýnilegt i bókunar bókinni þeirra, sérstaklega þegar litið er til bókana lengra fram í tíman. Þar að auki er mikil samkeppni við önnur lönd sem bjóða fallegt landslag eins og Finnland og Noreg.
Við vorum þekkt fyrir Geimlandslag
Birgir segir þeirra helstu viðskiptavini náttúrulega vera erlenda ferðamenn en einnig þessi lúxus ferðaþjónustufyrirtæki (eins og Deluxe Iceland) og svo auðvitað kvikmyndastúíóin. Það var nokkuð um íslendinginn í útsýnisflugunum yfir gosið en það eru ekki margir sem fara oftar en einu sinni og því fremur takmarkaður markaður.
Það er hjartansmál fyrir Norðurflug að vinna að öllum verkefnum í mikilli samvinnu með góðu skipulagi og háu þjónustustigi. Viðhorf sem hefur skilað þeim í vottunum og framúrskarandi orðspori. Þeir eru fyrsti kostur fyrir kvikmyndastúdíó sem taka upp myndir hér á landi og hafa unnið að risastórum kvikmyndum eins og Prometheus, Secret Life of Walter Mitty og Interstellar svo fátt sé nefnt. “Þau (stúdíóin) koma inn á í eitthvað land í einhvern tíma. Svo hvíla þau það, þannig það sé ekki alltaf sami bakgrunnurinn við svipaðar myndir. Svo eru náttúrlega kvikmyndir eru svona mismunandi tegundir. Við vorum þekkt fyrir að vera með geimlandslag. Fyrsta myndin sem mér fannst sýna landið sem heild var the Secret Life og Walter mitty. Hann sýndi Seyðisfjörð, Snæfellsnesið og mjög mikið af landinu sem var ekki bara svartir sandar. Ég held t.d. að það hafi skipt rosalega miklu og hafi selt Ísland miklu meira en við gerum okkur grein fyrir”.
Þrátt fyrir orð Birgis um að stúdíóin séu þekkt fyrir að draga sig í hlé í löndum hefur Norðurflug haft nóg að gera í þessum verkefnum. Drónar eru þó farnir að ryðja sér meira og meira til rúms í kvikmyndatökum en hann telur þá eiga eitthvað í land til að jafnast á við þeirra þjónustu en viðurkennir þó að samkeppnin við þá verði stífari eftir því sem tækninni fleytir áfram.
Allir hafa hagnast á Norðurflugi
Birgir lítur stoltur augum yfir það sem liðið er að ferli Norðurflugs og dettur ekkert í hug sem hann hefði viljað gera öðruvísi. Félagið hefur aldrei greitt út arð og fjárfestir öllu aftur í félaginu sem leggur meira úr gæðum og upplifun og þar af leiðandi styrkingu innviða landsins. Við óskum Norðurflugi góðs gengis í framtíðinni og þökkum þeirra framlagi til gerðar frábærra kvikmynda sem hafa eins og Birgir segir auglýst landið vel, öllum ferðaþjónustum og landinu öllu til bóta.