Um Okkur

Íslenski Draumurinn eru nýjir þættir sem veita hlustendum innblástur til þess að láta draumana sína rætast og gefa þeim betri innsýn inn í heim þeirra sem hafa stofnað og rekið sín eigin fyrirtæki á Íslandi. Þættirnir eru gefnir út á allar helstu streymisveitur.

Sigurður Sindri Magnússon

Sigurður Sindri Magnússon er stjórnandi og annar framleiðandi þáttana. Sigurður stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki árið 2013 og hefur síðan þá verið í fyrirtækjarekstri ásamt því að útskrifast sem viðmótsforritari frá Vefskólanum árið 2017. Í dag rekur hann ferðaþjónustufyrirtækið Deluxe Iceland og bókunarvefinn Hotel.is sem hefur verið í rekstri síðan árið 1999. Deluxe Iceland var stofnað árið 2015 og sérhæfir sig í prívat lúxusferðum um Ísland með ferðamenn sem vilja upplifa það besta af landinu á sem þægilegastan hátt.

Eyþór Jónsson

Eyþór Jónsson er framleiðslustjóri og sér um upptöku, klippingu og hljóðsetningu. Hann hefur unnið við framleiðslu á auglýsingum, tónlistarmyndböndum og öðru efni í þó nokkurn tíma og hefur verið að leika sér með myndavélina frá unga aldri. Eyþór stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi þar sem hann er á Viðskiptafræðibraut. Hann er viðurkenndur einkaþjálfari og er með 2. dan svartbelti í Taekwondo og hefur náð miklum árangri í þeirri íþrótt. Hann er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og tvöfaldur norðurlandameistari ásamt því að hafa keppt margoft fyrir Íslands hönd á Evrópu- og Heimsmeistaramótum út um allan heim.