Margir þekkja Sigmar Vilhjálmsson eflaust frá 70 mínútum, Idol Stjörnuleit eða sem einn af fyrri eigendum Hamborgarafabrikkunar, Keiluhallarinnar, Shake & Pizza og stofnanda sjónvarpsstöðvana Miklagarðs og Bravó TV.

Hamborgarafabrikkan

Árið 2009 má segja að það hafi orðin ákveðin kaflaskipti í hans lífi, þar sem hann ákveður að segja upp sem sölu- og markaðsstjóri Tals og sannfærir góðan vin sinn Jóhannes Ásbjörnsson að hætta hjá Landsbankanum og fara út í það ævintýri að stofna hamborgarastað undir nafninu Hamborgarafabrikkan.

Hamborgarafabrikkan opnar svo í Höfðartorgi árið 2010 og margir vilja meina að undirbúningurinn að opnun staðarins hafi verið ein best heppnaða markaðsherferð seinni ára þar sem Sigmar og Jóhannes voru með þátt á Stöð2 og sýndu frá allri undirbúningsvinnunni við það að opna staðinn. Í dag er Hamborgarafabrikkan þremur stöðum, tveir á Höfuðborgarsvæðinu og einn á Akureyri

Konunglega Kvikmyndafélagið

Árið 2012 dregur hann sig svo úr daglegum rekstri á Hamborgarafabrikkunni og byrjar að beina kröftum sínum að framleiðslufyrirtækinu Stórveldið sem hann átti ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni og Huga Halldórssyni. Stórveldið átti einnig hlut í Konunglega Kvikmyndafélaginu sem stóð á bakvið stofnun sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og Bravó.

Rétt rúmum mánuði eftir að sjónvarpsstöðvarnar fara í loftið þá segja þeir upp 11 starfsmönnum og byrja að leit að leiðum til þess að auka hlutafé í félaginu. Sigmar talar sjálfur um að undirbúningurinn hafi verið of dýr og þeir hafi ekki viljað skuldsetja félagið. 365 Miðlar enda svo á því að kaupa félagið og fara allir frá borðinu sáttir.

Keiluhöllin, Shake & Pizza 

Í mars árið 2015 tekur Sigmar við lyklinum að Keiluhöllinni í Egilshöll, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni og fjölskyldunni í Múlakaffi. Áður en þeir taka við rekstrinum voru tveir keilusalir á Íslandi sem gengu ekki alltof vel í rekstri en þeim tekst á skömmum tíma að gera Keiluhöllina að mest sótta keilusal í Evrópu.

Shake & Pizza opnar svo um haustið, þá ákveða þeir að fara  með Beikonsultupizzuna í stærstu pizzukeppni í heimi og hún endar í 4 sæti. Vinsældir Shake & Pizza verða þá gríðarlegar, það miklar að þeir byrja að selja beikonsultuna í verslunum Krónunnar.

Árið 2018 selur Sigmar allan sinn hlut í Hamborgarafabrikkuni, Keiluhöllinni og Shake & Pizza.

Þáttur 1